Í hug fólksins koma jólin ekki fyrr en jólaskipið kemur til hafnar með vistir. Þannig er siglingin yfir hafið með Búrgúndarvínin og kampavínin hluti af fólkinu sjálfu, persónuleg fylgja þess.

Það er sérstök hátíð þegar jólaskipin koma. Þá er allt krökkt af fólki á bryggjunni, allir koma til að bjóða jólavínin velkomin og lúðrasveitin leikur jólasöngva.

Veðurfræðingar landsins, bæði menntaðir og ómenntaðir, keppast nú um að spá fyrir um hvort jólin verði hvít eða rauð og fylgir þessum vangaveltum óhjákvæmilega óvissustig. Santé er með lausnina á þessu vandamáli eins og svo mörgum öðrum en hjá okkur eru jólin bæði hvít og rauð.

LIGNIER-MICHELOT

Einn af merkilegri sonum þorpsins Morey St. Denis er Virgile Lignier sem rekur samnefnt víngerðarhús Lignier-Michelot. Þorpið er staðsett á milli Chambolle-Musigny og Gevrey-Chambertin og því vitaskuld lítilsháttar rígur milli þorpsbúa um hver geri merkilegustu vínin. Virgile hinsvegar gerir vín úr öllum þremur sem eiginlega sannar að öll eru þau best, bara með mismunandi blæbrigðum. Ef hægt er að setja út á vínin frá Lignier-Michelot, þá væri það helst hvað þau eru ljúffeng á unga aldri sem gerir að verkum að fáir njóta þeirra á hátindinum eftir 4-8 ár í geymslu. Hér sannast nefnilega reglan um að góð vín eru alltaf góð, sama hvort þau eru ung eða þroskuð. Hér er ný eik aldrei meira en 30% og heilknippi (þar sem stilkarnir eru gerjaðir með) notað í flestum tilfellum 70%-100%. 2021 árgangurinn gefur af sér að jafnaði ljósari og léttari vín sem eru aðgengileg ung. Á meðan birgðir endast má benda útsjónarsömum á að við eigum ennþá lítilræði eftir af 2020 árganginum sem gefur færi á áhugaverðu samanburðarsmakki þar sem sá árgangur er að mörgu leiti andstæðan við þann síðari.

Krúndjásn hússins eru auðvitað Grand Cru vínin Clos St. Denis og Clos de la Roche en rétt undir þeirri ekru er Faconnieres sem er skör lægra í goggunarröðinni ,,1er Cru" en ber hinni glögg merki í gæðum. Að flestra mati er Rue de la Vergy besta þorpsekran en við höfum þó í gegnum tíðina sveiflast í áliti milli þess víns og því sem kallað er ,,Vielles Vignes". Chambolle og Gevrey standa hinum svo ekkert að baki eins og dómar vínsérfræðinga bera vitni um.

Aurelien Verdet Morey-Saint-Denis tvenna - Sante.is (6960539500609)

AURELIEN VERDET

Hendurnar á okkur hverfa inn í lófann á Aurelien Verdet þegar við heilsum honum í víngerðinni sem staðsett er í Arcenant. Hann er nýkominn af ekrunum þar sem honum finnst skemmtilegast að vera. Hann ræktar vínvið á ekrum í mörgum þorpum þar á meðal Nuits-Saint-Georges, Vosne-Romanée, Marsannay og Fixin.

Hann framleiðir svo tvö af mest seldu inngangsvínum Sante.is: Bourgogne Hautes-Côtes de Nuits Le Prieuré og Bourgogne Lutenière. Það síðarnefnda, sem er af ekru í Vosne-Romanée, hefur vakið verðskuldaða athygli, að hinu fyrrnefnda ólöstuðu. Þrátt fyrir að vera inngangsvín (bourgogne) má segja að það standi sig langt umfram sína flokkun – sannkölluð vörusvik í jákvæðum skilningi.

La Prieurée er heimaekra Verdet sem hefur verið lífrænt ræktuð síðan 1971 (sem þótti skrítið fyrirbæri í þá daga).

Nýjasti árgangurinn er alveg frábær, vínin einstaklega ljós að lit og aðgengileg.

TESSIER

Hann vinnur náið með eiginkonu sinni, Catherine, sem er reyndur víngerðarmaður eins og hann sjálfur. Saman rækta þau ekrurnar með svo mikilli natni að nágrannar líkja þeim við skrautgarða. Þessi vandvirkni skilar sér í framúrskarandi vínum sem endurspegla einkenni og fágun héraðsins.

ANNE & HERVE SIGAUT

Anne & Herve Sigaut gera vín í Chambolle-Musigny.

Þau rækta vínvið á um 7 hekturum með lífrænum aðferðum. Þau nota engin heilknippi, þ.e. þau fjarlægja alla stilka af vínberjaklösunum áður en gerjunin hefst en að nota tiltekið hlutfall stilka í víngerðinni hefur notið vaxandi vinsælda í Búrgúndí. Að nota engin heilknippi gæti þýtt að vínin verði mýkri og með hreinni ávöxt og þarf afleiðandi tilbúin fyrr.

Vínin frá Anne & Herve endurspegla sannarlega uppruna sinn frá Chambolle-Musigny en vín þaðan eru oft sögð vera kvenlegust allra Búrgúndívína.

CAMILLE GIROUD / ELDRI ÁRGANGAR

Hjá Camille Giroud er fjölbreytileiki jarðvegsins á gullnu ströndinni (Côte d’Or) í fyrirrúmi. Þessi ljúffengu vín eru af ekrum vítt og breitt af svæðinu. Camille Giroud var stofnað árið 1865 sem samlagshús en átti þó nokkrar ekrur. Árið 2001 var húsið keypt af hópi vínáhugafólks, m.a. nokkrum stjórnendum Goldman Sachs. Það var svo árið 2016 sem okkar maður Carel Voorhuis tók við taumunum. Víngerðarstíll Carel er fínlegur og í léttari kantinum. Það er áhugavert að smakka vínin með Carel, en sama ástríða og natni er lögð í hvert einasta vín, allt frá inngangs (Bourgogne) vínunum upp Grand Cru vínin. Áhersla er lögð á fágun og léttleika og að einkenni hverar ekru skili sér í glasið. Þrúgurnar eru flokkaðar tvisvar og í þeim rauðu eru stilkarnir teknir alveg frá eða að hluta, allt eftir árgangi.

JEAN-CHARLES FAGOT

Fagot-fjölskyldan hefur búið í þorpinu Corpeau, rétt við Chassagne-Montrachet, síðan 1860. Jean-Charles Fagot er af fimmtu kynslóð víngerðarmanna en hann tók við rekstrinum á tíunda áratugnum.

Auk þess að stunda vínrækt lærði Jean-Charles tónlist og starfaði við upptökur og sjónvarpsframleiðslu í París og Los Angeles áður en hann sneri aftur heim. Árið 1998 stofnaði hann veitingastaðinn Auberge de Vieux Vigneron, sem við reynum að snæða á í hverri Búrgúndíferð. Þar eru steikurnar grillaðar yfir opnum eldi í miðjum matsalnum. Ekki er vitað hvort byggingarfulltrúinn í Corpeau hafi tekið húsnæðið út.

Jean-Charles spilar tónlist í vínkjallaranum fyrir vínið sitt, einkum klassísk verk, meðan það þroskast á eikartunnum. Hann trúir því að tíðni tónlistarinnar hjálpi vínunum að anda betur og að hún auki gæði þeirra.

BÉRECHE & FILS / LES MONTS FOURNOIS

Champagne Bérêche & Fils er nafn sem ómar af gæðum og virðingu í Champagne-héraðinu. Vínhúsið, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1847, er í dag rekið af bræðrunum Raphaël og Vincent Bérêche. Þeir hafa vakið heimsathygli fyrir að sameina hefðbundnar aðferðir og nútímalega nákvæmni. Með áherslu á sjálfbæra ræktun og einstök einkenni hvers vaxtarsvæðis (terroir) framleiða þeir kampavín sem eru þekkt fyrir fágun, dýpt og karakter. Vínin frá Bérêche & Fils eru eftirsótt af vínunnendum um allan heim og eru táknmynd fyrir þá nýju kynslóð vínbænda sem hefur lyft gæðum héraðsins á hærra plan.Þessi ástríða fyrir landi og nýsköpun hefur nú leitt til nýs, metnaðarfulls verkefnis.

Í samstarfi við Bérêche-bræðurna hefur Juliette Alips tekið við stjórninni á hinu nýstofnaða DOMAINE LES MONTS FOURNOIS. Þetta er einstakt 8 hektara Premier Cru svæði í Ludes þar sem ræktaðir eru gamlir Chardonnay og Pinot Noir vínviðir. Undir stjórn Juliette er hafin framleiðsla á vínum sem endurspegla mikinn metnað. Þetta verkefni markar spennandi kafla í sögu Bérêche-fjölskyldunnar og sýnir hvernig arfleifð þeirra og nýsköpun lifir áfram með nýju hæfileikaríkufólki.

DRAPPIER

Fyrir þá sem vantar auka réttlætingu fyrir góðum vínsafa má benda á að Champagne Drappier er nú fyrsta kampavínshúsið sem vottað er kolefnishlutlaust. Nánast allt rafmagn kemur úr sólarrafhlöðum, bílar eru rafknúnir og hestar notaðir að verulegu leiti á ökrum. Við hjá Santé erum miklir aðdáendur efnafræðinnar - nema þegar kemur að víngerð.

DOMAINE HUMBERT

Óhætt er að segja að okkar Emanuel Humbert hafi slegið í gegn hjá vandlátum vínkaupendum hér á landi. Við fyrstu sýn mætti halda að ekrurnar væru allar í órækt sem að vissu leiti er rétt því hér kemur illgresiseyðir hvergi nærri ræktuninni frekar en skordýraeitur því samkeppni frá gróðri í yfirborðinu, neyðir vínviðinn til að róta sig dýpra og þá í gegnum fleiri jarðlög sem getur af sér fjölþættari vín.

Öll vín hússins koma frá Gevrey-Chambertin ef frá er talið Fixin sem kemur af gömlum vínvið sem vex við samnefnt þorp. Í seinni tíð hefur Humbert aukið notkun á keilulaga tunnum sem talin eru gefa víninu aukið vægi á móti eikinni en nákvæmlega hvað það þýðir er ekki ljóst né eru allir vínbændur sammála frekar en við er að búast. Humbert hins vegar hátt hlutfall af nýrri eik sem gerir vínin óneitanlega eikuð á unglingsárunum sem svo samþættist í vínið með nokkura ára geymslu.