DOMAINE HUMBERT
Óhætt er að segja að okkar Emanuel Humbert hafi slegið í gegn hjá vandlátum vínkaupendum hér á landi. Við fyrstu sýn mætti halda að ekrurnar væru allar í órækt sem að vissu leiti er rétt því hér kemur illgresiseyðir hvergi nærri ræktuninni frekar en skordýraeitur því samkeppni frá gróðri í yfirborðinu, neyðir vínviðinn til að róta sig dýpra og þá í gegnum fleiri jarðlög sem getur af sér fjölþættari vín.
Öll vín hússins koma frá Gevrey-Chambertin ef frá er talið Fixin sem kemur af gömlum vínvið sem vex við samnefnt þorp. Í seinni tíð hefur Humbert aukið notkun á keilulaga tunnum sem talin eru gefa víninu aukið vægi á móti eikinni en nákvæmlega hvað það þýðir er ekki ljóst né eru allir vínbændur sammála frekar en við er að búast. Humbert hins vegar hátt hlutfall af nýrri eik sem gerir vínin óneitanlega eikuð á unglingsárunum sem svo samþættist í vínið með nokkura ára geymslu.
