Fara í efni
CHAMPAGNE DRAPPIER

CHAMPAGNE DRAPPIER

Fyrir þá sem vantar auka réttlætingu fyrir góðum vínsafa má benda á að Champagne Drappier er nú fyrsta kampavínshúsið sem vottað er kolefnishlutlaust. Nánast allt rafmagn kemur úr sólarrafhlöðum, bílar eru rafknúnir og hestar notaðir að verulegu leiti á ökrum. Við hjá Santé erum miklir aðdáendur efnafræðinnar nema þegar kemur að víngerð.

Viðskiptavinir sem vilja skordýraeitur og illgresiseyði í kampavínið sitt þurfa héðan í frá að bæta því út í því nú er Drappier Brut Nature Rósa vottað lífrænt og lífelft að auki.

Þess má svo geta að kampavín þar sem engri sætu er bætt við í lok framleiðsluferilsins gera kröfu um að einungis fyrsti safinn úr hverri pressu (first press) sé notaður. Sykrunin getur hinsvegar teppalagt yfir ágalla í annarri pressun.