Fara í efni
Camille Giroud

Camille Giroud

Hjá Camille Giroud er fjölbreytileiki jarðvegsins á gullnu ströndinni (Côte d’Or) í fyrirrúmi. Þessi ljúffengu vín eru af ekrum vítt og breitt af svæðinu. Camille Giroud var stofnað árið 1865 sem samlagshús en átti þó nokkrar ekrur. Árið 2001 var húsið keypt af hópi vínáhugafólks, m.a. nokkrum stjórnendum Goldman Sachs. Það var svo árið 2016 sem okkar maður Carel Voorhuis tók við taumunum. Víngerðarstíllinn Carel er fínlegur og í léttari kantinum. Það er áhugavert að smakka vínin með Carel, en sama ástríða og natni er lögð í hvert einasta vín, allt frá inngangs (Bourgogne) vínunum upp Grand Cru vínin. Áhersla er lögð á fágun og léttleika og að einkenni hverar ekru skili sér í glasið.

Þrúgurnar eru flokkaðar tvisvar og í þeim rauðu eru stilkarnir teknir alveg frá eða að hluta, allt eftir árgangi. Rauðvínin eru svo gerð í stáltönkum en þau hvítu í 228-600 lítra eikartunnum. Þar er einungis notuð 15-30% ný eik.

JASPER MORRIS

JASPER MORRIS

Við smökkuðum 2022 árganginn af tunnum í kjallara Carel Voorhuis í heimsókn okkar til Burgundy héraðs síðasta vetur. Niðurstaða fagráðs Santé var að árgangur þessi hefði heppnast sérlega vel.

Að mati vínhvíslarans Jasper Morris, sló Carel Voorhuis enga feilnótu í 2022 árganginum:

"The Camille Giroud harvest ran from 28th August through to 10th September. No excessive yields, amd despite the bigger crop overall supplies could be a bit difficult as vignerons restocked, especially in white. Carel Voorhuis reports a good balance between sugar levels and acidity, no vinification problems, many wines coming in between 13 and 13.5%, very little touching 14%. There ws not too much work on the sorting tables, just a little oidium (wgites) or wrinkled skins (reds) to remove.

Carel particularly loves his white wines in 2022. The thick skins did not yield much juice from the grapes, hence very good density. He opted for a light and clean pressing approach. The health of the grapes also meant that he could raise the proportion of whole bunch vinification in the reds. This remains an excellent address for consistently impressive wines."