Fara í efni
Camille Giroud

Camille Giroud

Hjá Camille Giroud er fjölbreytileiki jarðvegsins á gullnu ströndinni (Côte d’Or) í fyrirrúmi. Þessi ljúffengu vín eru af ekrum vítt og breitt af svæðinu. Camille Giroud var stofnað árið 1865 sem samlagshús en átti þó nokkrar ekrur. Árið 2001 var húsið keypt af hópi vínáhugafólks, m.a. nokkrum stjórnendum Goldman Sachs. Það var svo árið 2016 sem okkar maður Carel Voorhuis tók við taumunum. Víngerðarstíllinn Carel er fínlegur og í léttari kantinum. Það er áhugavert að smakka vínin með Carel, en sama ástríða og natni er lögð í hvert einasta vín, allt frá inngangs (Bourgogne) vínunum upp Grand Cru vínin. Áhersla er lögð á fágun og léttleika og að einkenni hverar ekru skili sér í glasið.

Þrúgurnar eru flokkaðar tvisvar og í þeim rauðu eru stilkarnir teknir alveg frá eða að hluta, allt eftir árgangi. Rauðvínin eru svo gerð í stáltönkum en þau hvítu í 228-600 lítra eikartunnum. Þar er einungis notuð 15-30% ný eik.

JASPER MORRIS

JASPER MORRIS

Við smökkuðum 2020 árganginn af tunnum í kjallara Carel Voorhuis í heimsókn okkar til Burgundy héraðs í febrúar 2022. Niðurstaða fagráðs Santé var að árgangur þessi hefði heppnast vel og til að mýkja vínin voru þau geymd óvenju lengi á tunnum.

Að mati vínhvíslarans Jasper Morris, hefur víngerðarhúsið Camille Giroud aldrei gert betri vín heldur en einmitt í 2020 árganginum.

"Carel Voorhuis has made some good whites this year, while the reds are an absolute tour de force."