Fara í efni
Vinsæll og nauðsynlegur drykkur

Vinsæll og nauðsynlegur drykkur

Aperol kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir fyrra stríð. Padua var að verða evrópsk menningarborg og lystaukandi drykkir (aperitivo) voru ekki bara vinsælir heldur nauðsynlegir.

Bræðurnir Lugi og Silvio Barberi vildu búa til nýjan og léttari aperitif og úr varð Aperol.

Það var síðan á 6. áratugnum sem Aperol Spritz varð til. Síðan þá hefur hann notið sívaxandi vinsælda sem lystaukandi drykkur.

Talið er að fordrykkjarhefðin eigi uppruna sinn að rekja til tíma Rómverja en hafi fyrst náð flugi á 19. öld í kaffihúsum Turin borgar sem tímaritið Vogue kallar fáguðustu borg Ítalíu.

Vert er að minna á að drykkurinn bragðast betur í góðum félagsskap.

Fyrir þá sem vilja svo fara alla leið í fræðunum mælum við með "Aperitivo: The cocktail culture of Italy”.

Aperol kostar kr. 3.000 hjá Santé en kr. 4.099 hjá ÁTVR.

APEROL SPRITZ

APEROL SPRITZ

3 HLUTAR FREYÐIVÍN

2 HLUTAR APEROL

1 HLUTI DASS AF SÓDAVATNI

FYLLIÐ GLAS Á FÆTI AF ÍS. HELLIÐ FREYÐIVÍNI Í, ÞÁ APEROL OG SÓDAVATNI.

SKREYTIÐ MEÐ APPELSÍNUSNEIÐ.