Fara í efni
RUGGERI - VALDOBBIADENE

RUGGERI - VALDOBBIADENE

Ruggeri er virt prosecco-hús í Valdobbiadene, Veneto, stofnað árið 1950. Það leggur áherslu á hágæða prosecco innan Conegliano Valdobbiadene DOCG og Cartizze DOCG. Þeirra prosecco endurspeglar einstaka eiginleika Valdobbiadene-hæðanna, með jafnvægi milli ferskleika og dýptar. Ruggeri hefur skapað sér gott orðspor fyrir stöðugleika og virðingu fyrir hefðum prosecco-svæðisins.

Ekrur & Staðlar Prosecco

Ekrur & Staðlar Prosecco

Prosecco DOC, Conegliano Valdobbiadene DOCG og Cartizze DOCG eru prosecco-vín með mismunandi gæðastöðlum. Prosecco DOC er framleitt á víðara svæði í Veneto og Friuli Venezia Giulia og býður upp á létt, ávaxtarík og einföld vín. Conegliano Valdobbiadene DOCG kemur frá hæðum Valdobbiadene og Conegliano og býður upp á flóknari og fínlegri prosecco með blómatónum og meiri dýpt. Cartizze er lítið svæði innan Valdobbiadene, þau vín eru í raun „Grand Cru“ prosecco. Hefðbundu vínin frá Cartizzer eru ríkari af ávaxta- og blómaeinkenni og sætari.