Í Burgundy héraði er svo þorpið Morey-Saint-Denis en seinni hluti nafnsins er dregið af bestu ekru þorpsins St. Denis og eru vínin að jafnaði nefnd eftir þorpsheitinu og/eða vínekru.
- Bestu ekrurnar eru rauðleitar ,,Grand Cru”.
- Fyrsti flokkur ,,1er cru” appelsínugular.
- Þorpsvín eða ,,Village” gular.
- Láglendisekrur sýndar gráar gefa af sér vín sem kallast ,,Bourgogne”.
Rauðvín: 88,48 hektarar, þar af 39,42 hektarar 1er Cru!
Hvítvín: 5,68 ha, þar af 1,66 hektarar 1er Cru.
Stór hluti þorpsins er 1er Cru ekrur, samtals 20 talsins: Les Genevrières, Monts Luisants, Les Chaffots, Clos Baulet, Les Blanchards, Les Gruenchers, La Riotte, Les Millandes, Les Faconnières, Les Charrières, Clos des Ormes, Aux Charmes, Aux Cheseaux, Les Chenevery, Le Village, Les Sorbès, Clos Sorbè, La Bussière, Les Ruchots og Côte Rôtie.
Í þorpinu eru einnig fimm Grand Cru ekrur: Clos de Tart, Bonnes Mares, Clos de la Roche, Clos Saint-Denis, Clos des Lambrays.
MOREY-SAINT-DENIS
FLOGIÐ YFIR...
