Jómfrúarolía frá Principe Corsini/Villa Le Corti. Það eru u.þ.b. 13.000 ólíutré á jarðnæði Principe Corsini/Villa Le Corti á um 64 hekturum. Hér er allt gert í höndunum og eftir uppskeru er olían pressuð úr ólífunum innan dags en það skiptir máli að sem stystur tími líði milli uppskeru og pressu til þess að eiginleikar olíunnar verði sem bestir.