Mosi Gin / Langjökull / úr Portvíns tunnu

14.900 ISK


Venjulegt verð 14.900 ISK
Útsöluverð 14.900 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Langt undir yfirborði næststærsta jökuls Íslands er eins og tíminn standi í stað.

Inni í manngerðum íshellinum hvíla tunnur af Mosa gini í ærandi þögn. Enginn vindur og ekkert ljós. Bara blákaldur veruleiki, hreint loft og stöðugur þrýstingur. Þetta er ekki þroski í hefðbundnum skilningi heldur frekar hæg umbreyting.

Í Langjökli, þar sem kuldi og raki loka viðnum nánast alveg, verða áhrifin þannig að tunnan „innsiglast“ og bragðið verður kraftmeira, dýpra, sætara og fyllra.

Þetta Mosi Gin er veðrað í veðrað í Portvíns tunnum í Langjökli. 

Við mælum með að þú drekkir ginið á klaka með örlitlu Fentimans Connoisseurs tóniki sem fæst hér í versluninni - og enga sítrónu eða límónu þannig að ginið njóti sín sem best. Þessi margslungnu brögð gerir ginið líka að að sérlega fjölhæfum drykk sem nýtist vel í klassískum kokteilum - það gefur gini og tónik dramatíska dýpt, skapar óvenjulegan og minnistæðan martini og umbyltir Negroni með sínum einstaklega reykta karakter. Jafnframt er það nægilega fágað til að njóta þess eins og sér.

Framleitt í mjög takmörkuðu magni.

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Gin
  • Stærð: 50 cl
  • Styrkleiki: 41.0%
  • Uppruni: Ísland
Greiðsluleiðir:

    Mosi Gin / Langjökull / úr Portvíns tunnu

    14.900 ISK

    GIN MÓTAÐ AF NÁTTÚRUÖFLUM

    Handgert gin, útsett fyrir íslenskri náttúru og hennar óviðjafnanlegu öflum. Þetta gin er ekki búið til í kjallara heldur úti í hráum öfgum Íslands, annars vegar inni í jökli og hins vegar á tindi eldfjalls. Tvær andstæður en einn andi - vínandi.

    Á hvorum stað fyrir sig eru tunnur af ýmsu tagi - Islay viskítunnur, Chardonnay tunnur, Vermouth, Mezcal og Sauternes. Meðan ginið þroskast í tunnunum sameinast það og samþættir karakter tunnunnar. Þetta er árgangsgin og engar tvær lotur eru eins.

    Fyrst á markað koma Chardonnay og Islay viskí útgáfurnar. Ginið er eingöngu til sölu hjá Santé! Upplag er verulega takmarkað og forsala er hafin.


    Sjá einnig