Eldfell varð til í gosi sem lagði nýjan grunn að Vestmannaeyjum árið 1973. Jarðvegurinn er enn volgur, hlíðarnar skjálfa í hávaðaroki og andrúmsloftið ilmar af söltum sjónum.
Eldfjallið er útsett fyrir vályndum veðrum Norður-Atlantshafsins. Hitastigið sveiflast og loftþrýstingurinn líka. Breytingar á loftþrýstingi ýta gininu inn í viðinn í tunnunni og dregur það svo út aftur, aftur og aftur.
Þetta Mosi Gin er veðrað í Triple Sec tunnum. Triple Sec er klassískur franskur appelsínulíkjör sem á rætur að rekja til 19. aldar. Hann er búinn til úr þurrkuðum berki sætra og beiskra appelsína sem skapa ferskan og skarpan sítruskeim með léttum sætleika. Þessi sígildi drykkur hefur í yfir hundrað ár verið hjarta ótal klassískra kokteila – allt frá Margarita til Cosmopolitan – þar sem hann skapar jafnvægi með sínum hreinu appelsínutónum.
Þegar Mosi gin fær að hvíla í tunnum sem áður geymdu triple sec, blandast íslenskt hráefni við sunnanævan sítrusilm. Ginið fær léttan appelsínukeim og mjúkan sætleika sem leggst yfir ferskan grunntóninn úr einiberjunum í gininu.
Á Eldfelli, þar sem tunnurnar standa berskjaldaðar fyrir vindum og þrýstingsbreytingum úti á Atlantshafi verða bragðtónarnir léttari og þynnri með skörpum sítrusblæ.
Við mælum með að þú drekkir ginið á klaka með örlitlu Fentimans Connoisseurs tóniki sem fæst hér í versluninni - og enga sítrónu eða límónu þannig að ginið njóti sín sem best. Þessi margslungnu brögð gerir ginið líka að að sérlega fjölhæfum drykk sem nýtist vel í klassískum kokteilum - það gefur gini og tónik dramatíska dýpt, skapar óvenjulegan og minnistæðan martini og umbyltir Negroni með sínum einstaklega reykta karakter. Jafnframt er það nægilega fágað til að njóta þess eins og sér.
Framleitt í mjög takmörkuðu magni.