Kynnumst Drappier – fjölbreytni, saga og karakter í hverjum dropa
Drappier er eitt af fjölskylduhúsum Champagne. Á þessu smakkkvöldi fáum við tækifæri til að kynnast ólíkum hliðum Drappier og upplifa hvernig mismunandi aðferðir og blöndur skapa einstaka karaktera í hverri flösku.
Við munum smakka úrval Drappier-kampavína, frá frískandi Blanc de Blancs og elegant Rosé til djúprar og flóknar Grande Sendrée. Þetta er fullkomið tækifæri til að uppgötva hvers vegna Drappier hefur vakið heimsathygli fyrir sín náttúrulegu og hreinræktuðu kampavín.