Vínsmakk: Fyrstu kynnin - Champagne og Burgundy / Þegar þér hentar
155.000 ISK
Þetta er fágæt vara sem gæti verið til á lager. Sala á henni er þó háð ýmsum skilyrðum.
Ef þú hefur áhuga á vörunni þá getur þú sent okkur fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan.
Við höfum stillt upp viðburðum fyrir 10-12 manns sem hentugum fjölda m.a. til að láta eina flösku í tegund duga fyrir hópinn. Léttvín kalla auðvitað á létta stemningu og þó svo að um sé að ræða þrotlausa þekkingarleit, tökum við tilefnið hæfilega alvarlega.
Grunnatriði varðandi vín er að þau bragðast mismunandi eftir tegund af þrúgu, upprunasvæði og að einhverju leiti víngerð. Almennt má segja að við viljum helst lata víngerðarmenn þannig að upprunaekra vínsins og eiginleikar hvers árgangs skíni í gegn.
Hjá okkur er engin ástæða til að óttast að kunna ekki skil á spekingslegum spurningum nú eða innihaldslausum frösum, við getum bæði lagt til spurningar og svör.
Í þessu grunnnámskeiði er prófuð:
- 2 x kampavín
- 2 x inngangshvítvín (bourgogne level)
- 2 x inngangsrauðvín (bourgogne level)
- 2 x hvít þorpsvín
- 2 x rauð þorpsvín
- 1 x 1er Cru hvítt eða rautt
Við ábyrgjumst að það verður léttara á hjalla hjá okkur en Edouard Manet.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
- Vörutegund: Viðburður

