Fara í efni
FORVARNIR OG LÝÐHEILSA

FORVARNIR OG LÝÐHEILSA

Á þessum tíma árs hugum við hjá Sante að forvörnum og minnum þá sem viðhafa fyrirhyggjuleysi á að nú er rétti tíminn til að huga að safaríkum innkaupum.

Verslunin er vel birg af ýmsu sem fólk þarfnast til jólanna, s.s kampavíni, hvítvíni, öli og ennfremur fyrir matargerð, ýmislegt.

Jólavínið, á meðan það er til, er hvergi heilnæmara, það hefur reynslan sannað.

Sparið ykkur ómak í aðrar búðir og kaupið í frjálsri verslun.

MATUR Í VÍNBÚÐ?

MATUR Í VÍNBÚÐ?

Mikið er rætt um vín í matvörubúðum en minna um matvöru í vínbúðum.

Við eigum fyrirliggjandi styrjuhrogn, andalifur, spænskan dósamat og ólífuolíu.

SKOÐA
Jólagjafir fyrir fyrirtæki

Jólagjafir fyrir fyrirtæki

Við bjóðum fyrirtækjum þægilega og heildstæða lausn fyrir jólahátíðina. Líkt og undanfarin ár sér Santé um allt ferlið – pökkun, sendingu og afhendingu. Veldu úr úrvali vandaðra gæðavína og jólapakka sem gleðja bæði viðskiptavini og samstarfsfólk. Fagmennska, einfaldleiki og gæði í fyrirrúmi fyrir glæsilegar jólagjafir.

Sendu okkur tölvupóst á sante@sante.is!

BÚRGÚNDÍ JÓL

BÚRGÚNDÍ JÓL

Í hug fólksins koma jólin ekki fyrr en jólaskipið kemur til hafnar með vistir. Þannig er siglingin yfir hafið með Búrgúndarvínin hluti af fólkinu sjálfu, persónuleg fylgja þess.

Það er sérstök hátíð þegar jólaskipin koma. Þá er allt krökkt af fólki á bryggjunni, allir koma til að bjóða jólavínin velkomin og lúðrasveitin leikur jólasöngva.

Veðurfræðingar landsins, bæði menntaðir og ómenntaðir, keppast nú um að spá fyrir um hvort jólin verði hvít eða rauð og fylgir þessum vangaveltum óhjákvæmilega óvissustig. Santé er með lausnina á þessu vandamáli eins og svo mörgum öðrum en hjá okkur eru jólin bæði hvít og rauð.

SKOÐA JÓLAVÍNIN FRÁ BÚRGÚNDÍ
KAMPAVÍNSJÓL

KAMPAVÍNSJÓL

Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var kampavín.

SKOÐA JÓLAVÍNIN FRÁ CHAMPAGNE
STERKARI STAÐA

STERKARI STAÐA

Eins og tryggir viðskiptavinir vita hefur Santé aukið kaupmátt ráðstöfunartekna með lægra verði á léttvínum þó megináherslan hafi verið á gæði. Samanlagt heitir þessi stefna verðgildi á máli hagfræðinnar.

Undanfarið höfum við unnið mikið starf og eftir ráðfæringar við helstu matgæðinga landsins um gin, romm, viskí, tequila, bourbon og vodka höfum við bætt við fjölmörgum tegundum.

Hér fyrir neðan eru nokkrar gjafahugmyndir en einnig er hægt að smella á hnappinn til að sjá allt úrvalið.

SKOÐA ALLT STERKT