Skemmtileg gjöf með vín úr ekrunni Crais sem stendur við þorpið Gevrey Chambertin úr tveimur árgöngum. Vínviðurinn er rúmlega 50 ára og hefur því náð að róta sig djúpt í forsögulegum jarðlögum svæðisins og bjargar sér því í heitum þurrkasumrum. Annarsvegar er 2021, góður árgangur og færast vínin óðum nær sínu besta aldursskeiði. Hinsvegar er 2022 hugsanlega besti árgangur héraðsins í manna minnum. Vínið er ljúffengt í dag en á auðvitað mikið inni. Upplagt í matarboð ef gestir fá tvö glös til að bera saman.