Rauður Stúfur
2022 Chanzy Bourgogne Pinot Noir Les Fortunés
Eitt af okkar mest seldu vínum og jafnframt það fyrsta sem við fáum frá Burgundy í 2022 árganginum. Í stuttu máli sagt langbesti árgangur hjá Chanzy frá upphafi.
2021 Principe Corsini Chianti Camporsini DOCG
95% Sangiovese og 5% Colorino. Létt og fínlegt vín sem sýnir hið rétta andlit Sangiovese þrúgunnar. Þetta vín fellur í flokkinn fyrir neðan Chianti Classico þar sem þrúgurnar eru aðkeyptar en víngerðarstíll Principe Corsini er engu að síður í forgrunni. Þetta er vín sem við köllum “best in class” sem þýðir einfaldlega að þetta er það besta sem við höfum fengið í þessum flokki kerfisins.
2022 La Téne
Hér er markmiðið að gera Pinot Noir vín eins Burgundy-líkt og hægt er utan héraðs. Vínið kemur af ekrum í 300 metra hæð frá Suður-Frakklandi. Best að bera fram vel undir stofuhita, ca. 16-18°C.
Vörutegund | Rauðvín |
---|---|
Afhending
Við bjóðum upp á ýmsa afhendingarmöguleika. Hægt er að sækja vörur í vöruhúsið okkar á Grandanum, fá þær sendar heim að dyrum eða velja að sækja þær á ýmsa afhendingarstaði víðs vegar um landið.
Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta
Opnunartími vöruhúss
Vöruhúsið okkar að Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík er opið sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.