Vindill hefur nú fengið árlega andlitslyftingu - rétt í tæka tíð fyrir hátíðirnar. Við höfum tekið í sölu bestu fáanlegu vindla í heiminum sem fer saman við stefnu verslunarinnar Santé! Einnig höfum við bætt við okkur vindlum frá Macanudo, Fratello, Alec Bradley, CAO o.fl.
Habanos er verndað heiti yfir vindla sem eru ræktaðir og handvafðir á Kúbu. Einstakur jarðvegur og loftslag eyjunnar gefa tóbakinu einkennandi bragð og dýpt sem erfitt er að leika eftir. Hver vindill er afrakstur nákvæms handverks og aldagamallar hefðar sem gerir Kúbuvindla að ákveðnu viðmiði í vindlaheiminum.
Davidoff vindlar eru þekktir fyrir nákvæmni, jafnvægi og óaðfinnanlega byggingu. Framleiðslan einkennist af ströngu gæðaeftirliti sem tryggir að hver vindill brennur jafnt og veitir fágaða upplifun frá upphafi til enda. Þetta eru vindlar fyrir þá sem kunna að meta samfelld gæði og mýkt í reykingunni.
VÍN FYRIR VINDLAPÖRUN
Wild Turkey Bourbon
Four Roses Bourbon / 70cl.
Jack Daniels
Makers Mark 46
Woodford Reserve Distillers Select
Eagle Rare 10 Y.O.
Bulleit Bourbon / 70 cl
Elijah Craig Small Batch
Four Roses Single Barrel Bourbon / 70cl.
Basil Hayden Red Wine Cask Finish
Widow Jane 10 Y.O. / 75. cl.
Larceny Barrel Proof Bourbon / 75 cl.
Heaven Hill Bourbon / 100 cl.
Brother's Bond Bourbon / 75 cl.
Basil Hayden Points of Interest
VINDLA- & VÍNPÖRUN
