Churchill pakkinn / No. 1

11.900 ISK


Venjulegt verð 11.900 ISK
Útsöluverð 11.900 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Sagan segir að þegar Churchill heimsótti Kúbu árið 1946 hafi vindlaverksmiðjan Romeo y Julieta heiðrað sinn frægasta viðskiptavin með því að nefna hans uppáhalds stærð „Churchill“. Síðan þá hefur nafnið verið samnefnari fyrir tignarlegustu vindlana.

Hér höfum við Davidoff Winston Churchill – ‘The Churchill’. Hann er stór og rjómakenndur með tónum af leðri og möndlum. Við höfum parað hann við Kopke LBV 2020 frá elsta púrtvínshúsi heims. Sætan og dökkur ávöxturinn í víninu mýkja reykinn og skapa fullkomið jafnvægi.

Þó Churchill sé frægastur fyrir að drekka kampavín (Pol Roger) og koníak, var hann einnig mikill unnandi púrtvíns.

Af hverju virkar að para saman vindla og púrtvín? Vindlar geta þurrkað góminn og skilið eftir beiskju. Púrtvín hefur þrjá eiginleika sem vinna á móti þessu:

  • Sætan mýkir beiskjuna í tóbakinu.
  • Alkóhól hreinsar fituna frá reyknum af tungunni.
  • Fyllingin er í jafnvægi við þyngdina í reyknum svo hvorugt hverfur.

Pakkinn inniheldur:

  • 1 x Davidoff WSC Churchill
  • 1 x Kopke LBV 2020

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Smakkpakki
Greiðsluleiðir:

    Churchill pakkinn / No. 1

    11.900 ISK