Fara í efni
Páskabræður

Páskabræður

Páskabræður, Hermanos Perez Pascuas, í Pedrósu eru með virtustu vínræktendum í því ágæta vínhéraði Ribera del Duero á heiðunum norðan Madrid á Spáni. Vínmeistarinn Tim Atkin flokkar Pedrósu með stóryrkjum (Grand Cru) héraðsins ásamt Vega Sicilia o.fl.

Páskabræður eru íhaldssamir víngerðarmenn og hafa litlu breytt gegnum árin

Bannfært í Á.T.V.R.

Bannfært í Á.T.V.R.

Árið 2004 ákváðu þeir að bæta yngra og léttara víni, Cepa Gavilan, við sitt hefðbundna vöruval, Viña Pedrosa Crianza, Reserva og Gran Reserva. Sama ár hættu þeir framleiðslu Viña Pedrosa Joven sem var s.k. Semi Crianza en þær voru tískufyrirbrigði um aldamótin.

Gamaldags vínin frá Pedrósu, fyrstu vínin sem flutt voru til Íslands frá Ribera del Duero af frumkvöðlinum Beri, höfðu notið nokkurrar hylli Íslendinga en hið aðgengilega Cepa Gavilan heillaði landann og seldust um árabil nokkur hundruð flöskur á mánuði, mest tæplega 1000 í desember á því Herrans ári 2007.

Cepa Gavilan var eitt af 12 uppáhalds Ribera del Duero vínum fyrrgreinds Tim Atkin í fyrra.

Undanfarin ár hefur sala Cepa Gavilan verið stöðug í tæpum 100 flöskum á mánuði og var vinsælasta vín Bers í Á.T.V.R., en sú stofnun rak eitt sinn einokunarverslun með áfengi hér á landi. Síðastliðið haust brast ógæfan á. Á.T.V.R. ákvað að innleiða sk. 5 ára reglu og hætta sölu vína sem höfðu verið í Sérflokki lengur en 5 ár. Þar með lauk tæplega 20 ára farsælli sögu Cepa Gavilan í Á.T.V.R. Svona virka ríkisafskipti af verslun með löglegar vörur.