Fara í efni

ÍTALSKI DRAUMURINN

BRAGÐIÐ BER ÞIG HÁLFA LEIÐ...

CHIANTI

CHIANTI

Santé lagði nýverið land undir fót og heimsótti Chianti hérað á Ítalíu. Heimsóttir voru 12 framleiðendur og óhætt er að segja að ferðin hafi verið árangursrík.

Smelltu á hnappinn til þess að fara á Chianti-svæði Sante.is.

CHIANTI ER HÉR
Bragðið ber þig hálfa leið til Ítalíu

Bragðið ber þig hálfa leið til Ítalíu

,,Komið allir Capri sveinar" söng Haukur Mortens um Katarínu sem skenkti honum sitt ,,Capri vín" enda var þá ekki til Capri bjórinn frá Peroni sem nú stendur Íslendingum til boða. 

Capri hefur léttan sítrónukeim, er 4,2% og inniheldur aðeins 40 hitaeiningar per 100 ml auk þess að henta grænkerum jafnt sem sælkerum.

Moretti IPA er ekki bara IPA heldur Italan Pale Ale. Einhverskonar sambland af Tuborg Classic og Bríó - Bjór í fullkomnu jafnvægi og einungis 5,2%.

APERITIVO

Eitt af því fáa sem almenn samstaða ríkir um er að hvort heldur menn fari einu sinni eða oftar til Ítalíu að það að borða og drekka að hætti staðarbúa er hinn endanlegi lífsstíll og þá ekki hvað síst fyrir fordrykkjarhefðina.

Aperitivo þýðir hanastél fyrir sólsetur, en benda má á að þó að við eigum ekki marga sólardaga þá er blóðrauða sólarlag langt á þessum árstíma og þar koma hinir blóðrauðu Aperol og Campari inn, drykkir sem eiga sér ekki hliðstæðu. Talið er að hefðin eigi uppruna að rekja til tíma Rómverja en hafi fyrst náð flugi á 19. öld í kaffihúsum Turin borgar sem tímaritið Vogue kallar fáguðustu borg Ítalíu.

PIEMONTE

PIEMONTE

Michel Reverdito: ,,Á undanförnum árum hefur minn smekkur og aðferðarfræði þróast yfir í áherslur á fínleika og fágun á okkar hefðbundnu þrúgu Nebbiolo þó ég haldi stíft í hefðbundna víngerð".

Áherslur Reverdito víngerðarhússins í Piemonte eru í tvíþættar. Í fyrsta lagi er megináhersla lögð á sjálfa ræktunina (án eiturefna) með það að markmiði að uppskera full þroskaðar og heilbrigðar þrúgur. Víngerðin sem slík er síðan í stórum tunnum og ámum til að lágmarka áhrif eikarinnar svo að upprunaeinkenni tapist ekki.