Fara í efni
Hefð og framþróun

Hefð og framþróun

Michel Reverdito: ,,Á undanförnum árum hefur minn smekkur og aðferðarfræði þróast yfir í áherslur á fínleika og fágun á okkar hefðbundnu þrúgu Nebbiolo þó ég haldi stíft í hefðbundna víngerð"

Áherslur Reverdito eru í tvíþættar. Í fyrsta lagi er megináhersla lögð á sjálfa ræktunina (án eiturefna) með að markmiði að uppskera full þroskaðar og heilbrigðar þrúgur.  Víngerðin sjálf er síðan í stórum tunnum og ámum til að lágmarka áhrif eikarinnar svo að uppruna einkenni haldist.

Verduno Pelaverga er víngert í leirkerum og Barbera d'Alba DOC í stál tönkum og því óeikað með öllu.

Húsið framleiðir svo eitt hvítvín frá Langhe úr þrúgunni Nascetta.