Fara í efni
Larmandier-Bernier

Larmandier-Bernier

Í fyrsta lagi vín, öðru lagi kampavín...
Fortíðin færð til framtíðar

Fortíðin færð til framtíðar

Efnaverkfræði er um margt nytsamlegt fag en á ekki heima í víngerðinni hjá Larmandier Bernier. Gildir þá einu hvort um er að ræða ræktunina sjálfa sem er lífræn og lífefld. Fullyrða má að Pierre og Sophie Larmandier ásamt börnum sínum, séu afar jarðbundin fjölskylda. Sama má segja um Chardonnay vínviðinn sem fengið hefur að róta sig óáreittur í faðmi náttúrunnar í gegnum forsöguleg kalksteinsjarðlögin í námunda við þorpið Avize.

Með því að róta sig vel í lífinu ná rætur plantnanna nú tugi metra niður sem aftur gefur af sér fjölþættari vín en ella væri. Af sömu ástæðum eru ekrurnar hér aldrei vökvaðar eða ,,stera"-bættar með köfnunarefnisáburði. Illgresiseyðir myndi sömuleiðis auka uppskerumagn (taka út samkeppni við vínviðinn í yfirborðinu) en þar með þyrftu plönturnar ekki að róta sig eins djúpt til að ná í vatn og næringu.