Fara í efni
ARNAUD BAILLOT

ARNAUD BAILLOT

Arnaud Baillot er staðsettur í Beaune, hjarta Cote d'Or. Arnaud sem er bæði annar eigenda og víngerðarmaður byrjaði að gera vín árið 2013. Hann og kona hans, Laure sem er barnabarn hjónanna frá DomaineHudelot-Noëllat í Chambolle-Musigny, gera vín allt frá inngangsvínum - Bourgogne - og upp í Grand Cru vín, t.d. Echezeaux og Romanée St. Vivant.

Arnaud Baillot er negociant, sem þýðir að þrúgurnar eru að lang mestu leyti aðkeyptar. Þó keypti húsið hlut í sinni fyrstu ekru árið 2017 en stefnan er sett á að auka hlutdeild vína af eigin vínekrum í framleiðslunni.