Löwenbrau Októberfest / 12 ofurdósir 50 cl
6.985 ISK
Gat ekki hlaðið möguleika á hvar er hægt að sækja pöntun
Löwenbräu Oktoberfest er ekki bara bjór – hann er hluti af sögunni. Hann er einn af sex opinberum bjórum stærstu bjórhátíðar heims.
Þessi Märzen bjór er bruggaður eftir aldagamalli hefð en með nútíma áherslum. Hann er ekki jafn sætur og hefðbundnir Októberfest-bjórar og hefur ferskan humlakeim sem gefur honum hreint og frískandi eftirbragð. Fullkominn með feitri pylsu eða bara einn og sér
ÍTAREFNI - hvað þýðir Märzen bjór?
Á 16. öld voru lög í Bæjaralandi sem bönnuðu að brugga bjór frá 24. apríl til 28. september. Þetta var gert vegna þess að brugghúsabúnaður var úr timbri og það var eldhætta yfir sumarið vegna hita.
En fólk vildi samt hafa bjór til að drekka yfir sumarið - eðlilega. Þannig að bruggmeistararnir fundu upp snjallt kerfi. Í mars (þess vegna "Märzen") brugguðu þeir sterkan bjór með meira áfengi og fleiri humlum - þetta hjálpaði til við að varðveita bjórinn lengur. Þeir geymdu bjórinn svo í köldum hellum yfir sumarið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
- Vörutegund: Bjór
- Stærð: 50 cl
- Styrkleiki: 5.30%
- Uppruni: Þýskaland

6.985 ISK
