Macon-Verzé er víður dalur þar sem vínekrurnar snúa í vestur, í 280-410 metra hæð yfir sjávarmáli.
Domaine de la Denante var sett á fót árið 1975 af Robert Martin. Nú er víngerðin rekin með aðstoð sonar hans, Damien, sem við hittum í febrúar 2023 og eftir að hafa smakkað vínin hans ákváðum við samstundis að leggja inn pöntun fyrir einu bretti af Macon-Verzé.
Fyrst um sinn hafði húsið einungis yfir að ráða 2 hekturum en nú eru þeir 12.