Andalifur & PX / Gjafaaskja: 3 tegundir og sætvín
15.900 ISK
Gat ekki hlaðið möguleika á hvar er hægt að sækja pöntun
Vara uppseld!
En við getum látið þig vita þegar hún kemur aftur.
Gjafaaskja fyrir þá sem vilja taka flugið inn í heim Foie Gras.
Askjan inniheldur þrjár 130 gramma dósir af mismunandi tegundum og Pedro Ximenes sætu Sherry.
Settið er tilvalið sem gjöf fyrir nautnaseggi en hentar einnig fyrir þá sem vilja gefa sjálfum sér jólagjöf. Berið fram með ristuðu brauði og ljúffengu víni til að skapa eftirminnilega matarupplifun. Kaupið þessa glæsilegu gjafaöskju og flögrið inn í annan heim.
Bodegas Ximénez-Spínola Pedro-Ximénez 2019 500ml 13%
XS framleiða einungis PX þrúguna sem er þekkt fyrir að vera notuð í styrkt sherrí vín. PX vínin eru rík í sætu og eru því fullkomið meðlæti með andalifrinni. Hér þarf enga sultu með þessari pörun þar sem vínið gengur sultunni í stað.
Munurinn á Bloc, Parfait og Mousse liggur í innihaldi, áferð og bragði.
Bloc de Foie Gras
- Samsetning: Samfelldur massi af fínhökkuðu foie gras.
- Áferð: Þétt og slétt.
- Bragð: Kraftmikið.
- Notkun: Fullkomið til að skera í sneiðar og bera fram á brauði.
Parfait de Foie Gras
- Samsetning: Blandað foie gras með rjóma eða annarri fitu, sem gefur því mildara bragð.
- Áferð: Mjúk og smyrjanleg.
- Bragð: Kraftminna en Bloc.
- Notkun: Hentar vel á canapés eða til að smyrja á brauð.
Mousse de Foie Gras
- Samsetning: Léttasta útgáfan, með lægra hlutfalli foie gras (oft 50%) blandað með t.d. rjóma.
- Áferð: Létt og loftkennd.
- Bragð: Milt og oftast með viðbót eins og trufflu.
- Notkun: Fullkomið til að smyrja á brauð.
Samantekt:
- Bloc: Kröftugri og þéttari.
- Parfait: Mýkri og fágaðri.
- Mousse: Léttari og mýkri, mildari.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
- Vörutegund: Matur
- Stærð: 130 gr

