Lífræn jómfrúarolía frá Principe Corsini/Villa Le Corti. Það eru u.þ.b. 13.000 ólíutré á jarðnæði Principe Corsini/Villa Le Corti á um 64 hekturum. Hér er tínslan handvirk og eftir uppskeru er olían pressuð úr ólífunum innan 6 klukkustunda til að tryggja að eiginleikar olíunnar verði sem bestir. Ólífuolía frá Toscana flokkast sem bragðmikil og þykir auðvitað ljúffeng eftir því.