2022 Oremus Mandolás Furmint

5.700 ISK


Venjulegt verð 5.700 ISK
Útsöluverð 5.700 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Aðeins má rækta hvítar þrúgur í Tokaji, aðallega Furmint og Harslevelü. Nánast öll vínin voru sæt, þ.e. mismunandi margra potta Aszú. Eftir fall kommonismans [svo] hefur orðið vakning og endurreisn í Tokaji. Í stað áherzlu á magn og stöðlun eru gæðin á uppleið og víngerðarmenn farnir að gera tilraunir.
Oremus er meðal frumkvöðla í gerð þurra vína í héraðinu og Mandolás talið eitt þeirra beztu.
Þurrt, öflugt og mjög áfengt hvítvín. Hefur stál Riesling og fitu (Tokaji!?) Pinot Gris.
Þegar þetta er ritað vill svo vel til að glas af 2016 Mandólas stendur við hlið höfundar og býður/bíður koss. Liturinn er grágullinn, ilmurinn djúpur og flókinn, steinefni, melónur og vottur af olíu. Stílhreint bragð í stíl {má þetta?}, þurrt, en breitt, flókið og langt.

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Hvítvín
  • Árgangur: 2022
  • Stærð: 75 cl
  • Styrkleiki: 13.5%
  • Þrúga: Furmint
  • Uppruni: Ungverjaland, Tokaj, Tolcsva
Greiðsluleiðir:

    2022 Oremus Mandolás Furmint

    5.700 ISK