90% Sangiovese og 10% Canaiolo. Vínviðurinn er í 550-650 metra hæð yfir sjávarmáli og hér er allt vottað lífrænt. Létt og fágað vín sem fær aldrei að sjá eik heldur liggur á steinsteyptum tönkum. Vottað lífrænt.
I Fabbri, stofnað 1620 í Lamole sem þekkt er fyrir ilmkennd og frekar ljós vín úr sendnum vínekrum sem standa í 550-650 metra hæð yfir sjávarmáli. Lamole, sem tilheyrir Greve in Chianti, er minnsta svæðið í Chianti Classico en gæti verið það áhugaverðasta. Hér örlar oft á kirsuberjum og hindberjum í bragði. Víngerðin er vottuð lífræn.
Vínræktin í Lamole fer oft fram á manngerðum pöllum sem eru búnir til með hlöðnum veggjum því hlíðarnar eru afar brattar. Þessir pallar eru margir margra alda gamlir. Susanna þekkir hverja einustu grein á hverjum einasta vínvið og lýsir því hvernig greinarnar segja sögu jarðvegsins.