Aðalsmerki Provence
Þegar Íslandsvinurinn Barry Bayat stofnaði til rósavínsgerðar í Provence í Suður Frakklandi, var markið sett hátt í þá átt að gera í senn ljúffengt vín en fangaði einnig upprunaeinkenni svæðisins á fágaðan hátt. Afraksturinn hefur fengið góðar viðtökur og er í boði á mörgum af vönduðustu veitingastöðum heims hvort heldur er New York, Miami, Los Angeles, Paris, London, Ibiza, Mykonos, St. Barths, Capri, Bodrum nú eða Reykjavík. Hin fölbleiku rósavín eru aðalsmerki Provence héraðs, rétt eins og kampavín úr Champagne héraði.