Fjögur Chardonnay frá Búrgúnd - Þorri Hringsson
Í Víngarðinum má lesa persónulegar hugleiðingar Þorra Hringssonar um vín og annað sem honum dettur í hug.
Í nýlegri úttekt fjallar Þorri um fjögur Bourgogne Chardonnay sem öll fást á Sante.is. Við gripum færsluna og umfjöllun um eitt vín af fjórum en við bendum lesendum fréttabréfsins á að heimsækja Víngarðinn til að lesa um hin þrjú.
Það er ekki á hverjum degi að Víngarðurinn fær tækifæri til að smakka, hlið við hlið, fjögur Chardonnay-vín frá Búrgúnd sem öll eru skilgreind sem Bourgogne Blanc frá árinu 2021, en það gerðist einmitt í síðustu viku og fullt tilefni til að skýra frá því hér. Öll eru vínin flutt inn af Santé sem er af mörgum að góðu kunnugt fyrir að ryðja brautina fyrir netsölu á vínum og berjast fyrir eðlilegu viðskiptafrelsi fyrir landsmenn.
Ég hef áður minnst á það að Bourgogne Blanc er víðasta skilgreiningin á hvítum Búrgúndarvínum og getur, tæknilega séð, innihaldið þrúgur einsog Pinot Blanc og Aligoté en margir framleiðendur tilgreina á flöskumiðanum að um sé að ræða Chardonnay og þá verður innihaldið auðvitað að vera Chardonnay, þótt þrúgurnar geti komið hvaðan sem er innan þess svæðis sem er skilgreint sem Bourgogne. Nýlega var svo leyft að þrengja þessa skilgreiningu lítillega og standi Côte d’Or á miðanum þá koma þrúgurnar sannarlega þaðan, en ekki td frá Chablis eða Côte Châlonnais (svo tvær af nokkrum skilgreiningum innan Bourgogne séu nefndar). Flestir betri framleiðendur í Gullnu Hlíðinni gera þó eingöngu vín úr þrúgum sem þeir rækta á eigin ekrum og sum vín sem eru skilgreind sem Bourgogne Blanc (eða Chardonnay) koma sannarlega frá svæðum eins og Puligny eða Meursault.
Árgangurinn 2021 var ekki mikill af magni en vel yfir meðallagi að gæðum og hvítvínin eru ögn suðrænni en oft áður þótt þau séu hreint ekki exótísk. Einföldu hvítvínin einsog Bourgogne Blanc/Chardonnay ætti auðvitað ekki að geyma í mörg ár en þau eru fersk og afar neysluvæn núna.
Domaine Chavy Chouet Les Femelottes 2021 ****1/2
Les Femelottes kemur af nafngreindri ekru í Puligny þótt hún sé hafi ekki þorpskilgreiningu (og auðvitað ekki Premier eða Grand Cru) en hún ber uppruna sínum skýrt einkenni. Ljósgyllt að lit með aðlaðandi og ríflega meðalopna angan sem er semmtilega flókin. Soðin epli, niðursoðnar perur, hunang, steinaávextir, strokleður og sætir laktískir tónar. Meðalbragðmikið með rúnnaðan og ferskan ávöxt sem er í afar góðu jafnvægi og endist vel. Sítrónubúðingur, perujógúrt, ananas, pera, hunang, ferskjur og mild steinefni. Afar vel gert og skemmtilegt hvítvín.
Verð kr. 4.500.- Frábær kaup.
-
2021 Camille Giroud Bourgogne Chardonnay
Camille GiroudUpprunalegt verð 4.900 kr. - Upprunalegt verð 4.900 kr.Upprunalegt verð4.900 kr.4.900 kr. - 4.900 kr.Núverandi verð 4.900 kr.86-87 Racked to tank, still on fine lees. Fine mid yellow. Decent volumes here. Some elegance in the perfume, and a rounder feel thanks to the i...
Skoða allar upplýsingarUpprunalegt verð 4.900 kr. - Upprunalegt verð 4.900 kr.Upprunalegt verð4.900 kr.4.900 kr. - 4.900 kr.Núverandi verð 4.900 kr. -
2021 Tessier Bourgogne Cote d'Or
TessierUpprunalegt verð 5.700 kr. - Upprunalegt verð 5.700 kr.Upprunalegt verð5.700 kr.5.700 kr. - 5.700 kr.Núverandi verð 5.700 kr.Upprunalegt verð 5.700 kr. - Upprunalegt verð 5.700 kr.Upprunalegt verð5.700 kr.5.700 kr. - 5.700 kr.Núverandi verð 5.700 kr. -
2022 Chavy-Chouet Bourgogne Blanc Les Femelottes
Chavy-ChouetUpprunalegt verð 4.600 kr. - Upprunalegt verð 4.600 kr.Upprunalegt verð4.600 kr.4.600 kr. - 4.600 kr.Núverandi verð 4.600 kr.Upprunalegt verð 4.600 kr. - Upprunalegt verð 4.600 kr.Upprunalegt verð4.600 kr.4.600 kr. - 4.600 kr.Núverandi verð 4.600 kr. -
2022 Camille Giroud Bourgogne Chardonnay
Camille GiroudUpprunalegt verð 4.950 kr. - Upprunalegt verð 4.950 kr.Upprunalegt verð4.950 kr.4.950 kr. - 4.950 kr.Núverandi verð 4.950 kr.87-89 An interesting mix from the Couchois, the Hautes Côtes de Beaune and below the main villages of the Côte. A fuller yellow in colour than th...
Skoða allar upplýsingarUpprunalegt verð 4.950 kr. - Upprunalegt verð 4.950 kr.Upprunalegt verð4.950 kr.4.950 kr. - 4.950 kr.Núverandi verð 4.950 kr.