ETIENNE SAUZET
Eitt af fremstu hvítvínshúsunum í Búrgúndí. Víngerðin er nú rekin af fjórðu kynslóð fjölskyldunnar og nær yfir 15 hektara sem dreifast á Puligny-Montrachet, Chassagne-Montrachet og Cormot-le-Grand. Hér eru notaðar sjálfbærar, lífrænar og lífefldar aðferðir í víngerðinni og framleidd eru vín sem eru talin meðal bestu hvítvína í Búrgúndí.
