EDOUARD
CONFURON

Edouard Confuron er nafn sem margir visðkiptavinir hafa þegar lagt á minnið. Frá þorpinu Vosne-Romanée spretta nú upp nýir og hæfileikaríkir framleiðendur með reglulegu millibili. Edouard Confuron er sonur hjónanna sem rækta og selja vín undir nafninu Confuron-Gindre. Það er lítt þekktur framleiðandi þótt hann sé með býsna mikla framleiðslu. Edouard vinnur enn við hlið föður síns en hefur fengið til eigin framleiðslu nokkrar ekrur eða samtals um 1,5 hektara en hann framleiðir 7 mismunandi vín undir eigin nafni.

Stíll Edouard er léttari og nútímalegri en hjá föðurnum. Hann notar minni nýja eik og meira af heilknippum. Þetta eru vissulega engin ný vísindi en stundum geta minnstu breytingar með kynslóðaskiptum gert kraftaverk.