Fara í efni
MICHEL BOUZEREAU ET FILS

MICHEL BOUZEREAU ET FILS

Þorpið Meursault í Burgundy er eitt þriggja hvar Chardonnay hvítvín ná hæstu hæðum og nær saga víngerðar til tíma Rómverja. Hér áður fyrr var vínunum gjarnan lýst sem smjör og hnetu kenndum sem hugsanlega á að einhverju leiti við enn í dag. Margir þakka kapítalismanum fyrir að hafa fært Burgundy hérað á rétt hitastig í seinni tíð sem ásamt framförum í tækni og þekkingu færir neytendum besta árgang frá 1959. Ekki þarf að fara nema tvær kynslóðir aftur þegar mörg hús hér voru ekki með rennandi vatni eða salerni.

KYNSLÓÐ EFTIR KYNSLÓÐ

KYNSLÓÐ EFTIR KYNSLÓÐ

Í átta kynslóðir hefur víngerðarhúsið Michel Bouzereau verið rekið frá einni kynslóð til annarar. Ef nota mætti hið gildishlaðna orð auðlind um vínekrurnar má segja að bændurnir háfi upp steinefnin úr jarðlögunum með rótum vínviðarins sem náð geta tugi metra niður. Eins og algengt er í Burgundy nær eignarhaldið víngerðarhússins yfir á næsta þorp, Puligny-Montrachet.