Fara í efni
MICHEL BOUZEREAU ET FILS

MICHEL BOUZEREAU ET FILS

Þorpið Meursault í Burgundy er eitt þriggja hvar Chardonnay hvítvín ná hæstu hæðum og nær aftur til tíma Rómverja. Hin eru Puligny- og Chassagne-Montrachet. Hér er engin ekra Grand Cru en að einhverju leiti má segja að hér miðli vínin einna best sínum uppruna, frá einni ekru til annarar.

Hér áður fyrr var vínunum gjarnan lýst sem smjör og hnetu kenndum sem hugsanlega á að einhverju leiti við enn í dag þó margt hafi breyst til batnaðar þökk sé hlýnun jarðar og framförum í víngerð. Ekki þarf að fara nema tvær kynslóðir aftur þegar mörg hús hér voru ekki með rennandi vatni eða salerni og börn vínbænda sögðu foreldra sína bændur því vínrækt var í raun fátæktar hokur sem að endingu neyddi menn til að keppa í gæðum enda var ekkert bótakerfi fyrir meðalmennsku í þá daga eins og nú háttar til víða í landbúnaði. 

STÓRKOSTLEGT

STÓRKOSTLEGT

Í 8 kynslóðir hefur víngerðarhúsið Michel Bouzereau verið rekið mann fram af manni. Ef nota mætti hið gildishlaðna orð auðlind um vínekrurnar má segja að bændurnir háfi upp steinefnin úr jarðlögunum með rótum vínviðarins sem náð geta tugi metra niður. En eins og algengt er nær eignarhaldið yfir á næsta þorp, Puligny-Montrachet 1er Cru ekrur, allt upp í Caillerets sem er sú besta í sínum flokki þar enda í beinu framhaldi af hinni heilögu Montrachet.

Við erum eiginlega himinlifandi og miður okkar yfir 2021 árganginum sem er frábær í gæðum en hörmulegur í magni og því verða menn líklega að sýna því skilning að í flestum tilfellum fengum við bara 6 flöskur í tegund af 1er Cru vínum vegna uppskerubrests.