BACHELET
MONNOT

Margir sem höndla með vín leita eftir nýstirnum í hvítvínsheiminum. Þrátt fyrir að ,,auðlindum” Burgundy héraðs hafi fyrir löngu verið úthlutað, spretta enn fram ný víngerðarhús, gjarnan þegar afkomendur taka við af foreldrum og/eða hús sameinast með nýjum hjónaböndum. Í tilfelli Bachelet-Monnot tóku bræðurnir Marc og Alexander sig til árið 2005 og stofnuðu húsið. Hér er nákvæmlega sama vinna lögð í öll vín, hvort heldur er minni og ódýrari vín frá Maranges eða þau dýrari frá Chassagne og Puligny sem segja má að sé svo undirstrikað í háum dómum sem vínin fá.

Markmið bræðranna er umfram allt ferskleiki, lítil notkun á eik og fyrir átöppun eru vínin geymd á stáltönkum. Inngangs vínin eru Bourgogne Rouge og Bourgogne Blanc sem við fullyrðum að séu með þeim bestu sem framleidd eru í þeim flokki. Því miður fáum við lítið sem ekkert af þeim úthlutað en vonumst eftir meiru. Maranges 1er Cru La Fussiere kemur út lítilli kalksteinsræmu úr ekrunni sem annars er eingöngu rauð (einungis 5% vína af svæðinu eru hvít).

Hugtakið ferskleiki kemur alltaf upp í hugann þegar rauðvínin eru smökkuð, bæði frá Maranges og Santenay en áferðinni mætti líkja við flauel.