Nútímalegt og þurrt freyðivín frá Languedoc-Roussillon í Frakklandi. Blanc de Blancs (hvítt úr hvítu) Chardonnay & Colombard, tónar af ferskum eplum, hunangi og límónu. Fersk og fjölþætt Chardonnay blanda með fíngerðum loftbólum. Blanc de Blancs er gerjað í 12 mánuði áður en það er frelsað frá áfengi.