Michel Gonet Rosé Assemblage
6.600 ISK
Gat ekki hlaðið möguleika á hvar er hægt að sækja pöntun
,,Þetta er gott” segir Dr. Einar Thoroddsen...
Ferskleiki úr tveimur heimum. Þetta rósavín er svokallað Rosé d’Assemblage, blandað úr 90% Chardonnay frá Vindey/Montgueux og 10% Pinot Noir frá Vertus. Ólíkt mörgum rósavínum er engin malolactic gerjun leyfð, sem gefur víninu rafmagnaðan ferskleika. Í glasi mætir þér ilmur af nýtíndum hindberjum og ristaðri brioche-bollu. Extra-Brut, 2g/L.
Rætur Michel Gonet ná aftur til ársins 1802. Fjölskylduhús í sjöundu kynslóð, svokallað ræktunarhús, (e. Grower Champagne). Undir stjórn Sophie og Charles-Henri Gonet er áherslan lögð á „No-Malo“ stíl (engin malolactic gerjun), sem varðveitir náttúrulega sýru þrúgunnar og ferskleika. Vínin eru fáguð, steinefnarík og með lágmarks sykri (Extra-Brut/Zero Dosage), gerð til að endurspegla jarðveginn.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
- Vörutegund: Kampavín
- Stærð: 75 cl
- Styrkleiki: 12.5%
- Þrúga: Pinot Noir og Chardonnay
- Uppruni: Frakkland, Champagne

6.600 ISK
