Michel Gonet Les 3 Terroirs Blanc de Blancs
6.600 ISK
Gat ekki hlaðið möguleika á hvar er hægt að sækja pöntun
Þetta vín er samhljómur þriggja heima. Hugmyndafræðin bak við Les 3 Terroirs er að búa til hið fullkomna jafnvægi. Hér er blandað saman þrúgum úr þremur þorpum. (1) Le Mesnil fyrir sýru og strúktúr, (2) Montgueux fyrir suðrænan ávöxt og (3) Vindey fyrir mýktina sem tengir allt saman. Vínið hefur fengið að vera 5 ár á gerinu sem gefur því rjómalagaða áferð og tóna af nýbökuðu brioche brauði en heldur samt einkennandi ferskleika hússins (Extra-Brut, 4-5g/L). Vínið er 100% Chardonnnay.
Rætur Michel Gonet ná aftur til ársins 1802. Fjölskylduhús í sjöundu kynslóð, svokallað ræktunarhús, (e. Grower Champagne). Undir stjórn Sophie og Charles-Henri Gonet er áherslan lögð á „No-Malo“ stíl (engin malolactic gerjun), sem varðveitir náttúrulega sýru þrúgunnar og tryggir einstakan ferskleika. Vínin eru fáguð, steinefnarík og með lágmarks sykri (Extra-Brut/Zero Dosage), gerð til að endurspegla jarðveginn.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
- Vörutegund: Kampavín
- Stærð: 75 cl
- Styrkleiki: 12.5%
- Þrúga: Chardonnay
- Uppruni: Frakkland, Champagne

6.600 ISK
