Leffe á rætur að rekja til klaustursins Notre-Dame de Leffe í Belgíu sem stofnað var 1152 en það var ekki fyrr en árið 1240 sem hinn heilagi andi gat af sér vínandann í formi Leffe bjórsins. Hér er því mikil saga í hverjum sopa. Hér er um að ræða fínlegan hveitibjór fyrir alþýðuna frekar en harðkjarna hveitibjórsbelgi.