Sagan rekur sig allt aftur til ársins 1847 þegar J.C. Jacobsen stofnandi Carlsberg hóf bruggun á ljósum lagerbjór í Kaupmannahöfn en til þess tíma voru dökkir bjórar einungis í boði. Carlsberg á sér einnig langa sögu á Íslandi og var hann einn vinsælasti bjórinn hér á landi fyrir áfengisbannið 1915. Enn í dag nýtur hann mikilla vinsælda meðal íslenskra neytenda enda gæða bjór, nokkuð þurr, fallega gylltur að lit og með góðri lykt af malti og humlum. Carlsberg er mjög ferskur bjór sem hentar með flestum mat eða einn og sér.