Bríó er þurrhumlaður craftpilsner. Mittelfrüh humlaryk gefur þessum bjór brakandi ferskt og ávaxtaríkt yfirbragð þar sem beiskjan er ráðandi þrátt fyrir að maltsætan sé ekki langt undan. Bríó var þróaður í samvinnu við Ölstofu Kormáks og Skjaldar og náði eftirspurnin strax langt útfyrir veggi Ölstofunnar og er nefndur eftir listamanninum og lífskúnstnernum Steingrími Eyfjörð sem gékk undir gælunafninu Bríó.