Við hjá Santé játum á okkur að hafa haft fordóma gagnvart Aligote þrúgunni sem fyrir daga hlýnunar var helst til sýrurík en skorti soldið sætu/ávöxt á móti. Samfara hlýnun hafa vinsældir Aligote aukist verulega enda er verðgildi vel gerðra vína úr þessari þrúgu ansi hátt.