Hér er jarðvegurinn frekar rýr, oft ekki nema 40-50sm niður á kalksteinslög. Af því leiðir að vínin eru frekar í fínlegri kantinum og steinefnarík. Sagt er að vínviðurinn þurfi að þjást til að gefa af sér góð vín sem á við í þessu tilfelli. Þessi vín eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá okkur og eru lítillega fínlegri heldur en t.d. Marsannay og Fixin frá sama framleiðanda.