Pesquera Tinto Reservan er 100% Tempranillo, gerjuð í hitastýrðum tönkum í 2-3 vikur, þreytt í 24 mánuði á amerískum eikartunnum og hvíld 12 mánuði í flösku.
Dökkrauðblátt með sterkri lykt af sætum svörtum berjum og kryddi, m.a. vanillu og negli eftir tunnugeymsluna. Þykkur svartur ávöxtur, blómakeimur og frískleg sýra í bragði. Smávegis reykur og löng þétt ending. Villibráð, naut og bragðmiklir pottréttir.