2018 Heitz Cellar Martha's Vineyard
Í vesturhlíðum Napa-dalsins, í hvammi í Oakville liggur þessi fornfrægi 34 hektara víngarður sem ber nafnið Martha's Vineyard.
Einstakur jarðvegur
Hér er frjósamur jarðvegur, vel fram ræstur og skjól fyrir eftirmiðdagssólinni. Í víngarðinum dafnar einkayrki Heitz Cellar af Cabernet Sauvignon.
,,Þegar maður stendur í Martha's Vineyard verður ljóst af hverju þessi staður framleiðir slíkt úrvals Cabernet. Víngarðurinn nýtur mildrar morgun- og eftirmiðdagssólar og fjallshlíðin skýlir vínviðnum fyrir hitanum í síðdegissólinni. Þetta gefur þrúgunum lengri þroskunartíma svo við getum tínt mjög seint. Lengri þroski á grein gefur meiri þéttingu (e. concentration) og mýkri tannín - vín sem endurspeglar nákvæmlega uppruna sinn." - Brittany Sherwood, víngerðarmaður