Fara í efni
FÁGUN

FÁGUN

"Cote Rotie vín snúast alfarið um fágun, nokkuð sem margir virðast ekki átta sig á segir Stephan Ogier sem án vafa er einn metnaðarfyllsti ungi framleiðandinn á Cote Rotie svæðinu." Rajat Parr -Sommelier’s Atlas og Taste

Cote Rotie ekrurnar eru afar brattar og engin leið að koma vinnuvélum að og því allt handunnið sem skýrir þó ekki að sum af vínunum héðan geti verið stjarnfræðilega dýr, heldur hitt að eftirspurnin er langt umfram framboð.

Þegar við heimsóttum Ogier í sumar var eitt það fyrsta sem hann nefndi að hann væri ánægður með að vínin hans væru seld til hliðar við vín margra vina hans úr Burgundy héraði enda lærði hann fræðin þar. Því kemur kannski ekki á óvart að hann leggur mikið upp úr víngerð úr littlum spildum, hvar jarðvegurinn er látin ráða mestu um hið endanlega vín og að sjálfösögðu allt undir formerkjum lífrænnar víngerðar. Ogier leggur mikla áherslu á að engin gæðamunur sé gerður við víngerðina á einnar ekru Cote Rotie vínunum (sem af flestum eru talin jaðra við fullkomnun frá svæðinu) og svo inngangsvínunum Cotes d’Rhone sem eru bæði rauð og hvít.

Flest vín úr Rónardalnum eru gerð úr Syrah og hvítvínin úr Viognier.