EIN SÚ FREMSTA

Ein fremsta víngerð Kaliforníu. Þekkt fyrir Monte Bello Cabernet Sauvignon, sem náði langt í París 1976, og flókin Zinfandel-vín og
-blöndur. Reglulega valin ein bezta víngerð veraldar og meðal verðmætustu vörumerkja vínheimsins.

VÍNGLASIÐ
MIKILVÆGAST

Ræktun og víngerð Ridge Vineyards byggir á 19. aldar aðferðum frá gömlum víngerðum Kaliforníu og Bordeaux. Víngerðarmennirnir forðast alla notkun á iðnaðarensímum og öðrum (óþörfum) aukaefnum. Á flöskumiðunum er listi yfir allar aðgerðir og innihaldsefni. Þau fáu aukaefni sem notuð eru hafa verið í notkun í yfir 100 ár.

Hér eru allar ákvarðanir teknar með blindri smökkun. Að sögn víngerðarmannanna er vínglasið mikilvægasta verkfærið. Um það erum við sammála.

Kjarni hugmyndafræðinnar er að nútíma iðnaðaraðferðir trufli einkenni jarðvegsins og hylji fremur en dragi fram sérkenni vínsins. Vínin eiga að búa sig til sjálf með aðstoð náttúrunnar, en víngerðarmennirnir eru bara aðstoðarmenn.

I18n Error: Missing interpolation value "class" for "Notaðu færri síur eða <a class =“{{ class }}” href=“{{ link }}”>hreinsaðu síur</a>."