Fara í efni
MOREY-COFFINET

MOREY-COFFINET

Víngerðarhúsið Morey-Coffinet var sett á fót á síðari hluta 8. áratugarins. Það rennur vín í æðum fjölskyldunnar en sonur hjónanna Michel Morey og Fabienne, Thibault, situr nú við stjórnvölinn og hefur gert síðan 2009.

Rætur Morey-Coffinet liggja í Chassagne-Montrachet en frá húsinu fást vín af nokkrum 1er Cru ekrum, m.a. La Romanée, Morgeot, Les Houilleres, Les Pucelles og en Cailleret sem hér er sýnd böðuð sólargeislum. Thibault gerir líka inngangsvín, bæði hvítt og rautt, og Grand Cru, m.a. af ekrunni Batard-Montrachet sem sýnd er á myndinni hér fyrir neðan.

Húsinu eru gerð ágæt skil í myndinni "A year in Burgundy" þar sem fylgst er með lífsins gangi í eitt ár hjá nokkrum víngerðarfjölskyldum. Megináhersla handverkshúsa er á sjálfa ræktunina sem er lífræn og lífefld (organic og biodynamique) sem þýðir að þeir sem vilja skordýraeitur eða illgresiseyði verða bara að bæta slíku út í eftir á. En sjálf víngerðin skiptir líka máli og hér hefur nú í nokkur ár verið notast við egglaga leirker og glerkúlur að hluta til í stað eikartunna sem hefur minni áhrif á vínið, eykur ferskleika og ýtir undir að upprunaeinkenni hverrar ekru skili sér í hinu endanlega víni.

STÓRKOSTLEGT

STÓRKOSTLEGT

Steen Öhman gerði sér nýlega far um að smakka Bourgogne Cote d'Or Chardonnay 2021 frá Morey-Coffinet og niðurstaðan var býsna skýr: Hreint út sagt stórkostlegt í þessum flokki.

Annar vínpenni, Jasper Morris, sem við tökum mikið mark á hefur gefið 2021 árganginum einkunnir.

  • 2021 Bourgogne Côte d’Or 88
  • 2021 Chassagne-Montrachet 89
  • 2021 Chassagne-Montrachet Morgeot 1er Cru 90-92
  • 2021 Chassagne-Montrachet Les Houillères 91
  • 2021 Chassagne-Montrachet En Cailleret 1er Cru 91-93
  • 2021 Puligny-Montrachet Les Pucelles 1er Cru 92-94
  • 2021 Chassagne-Montrachet La Romanée 1er Cru 92-95
    201 Bâtard-Montrachet Grand Cru 93-96
  • 2021 Bourgogne Côte d’Or Pinot Noir 87
  • 2021 Chassagne-Montrachet Les Chaumes 90