Hér eru ekrurnar afgirtar til þess að varna því að villisvínin gæði sér á þrúgunum.
Víngerðin er lífrænt vottuð og hefur verið síðan 2016. Ræktað er á um 20 hekturum í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vínin eru fersk og fínleg og bera uppruna sínum skýr merki en rætur vínviðsins teygja sig allt að 10 metra ofan í grýttan jarðveginn.
Levigne kemur af ekrunum Istine, Casanova Dell'aia (Radda in Chianti) og Cavarchione (Gaiole in Chianti). Heildarframleiðsla er um 4.000 flöskur.
Antonio Galloni gefur þessu víni 96 stig!