100% Sangiovese. Gerjun fer fram í stórum steinsteyptum tönkum og vínið fær svo að liggja á 30 hl. eikartunnum í tilskilinn tíma. Vottað lífrænt.
Giuseppe Lanza keypti Pruneto seint á 6. áratug síðustu aldar en nú er það sonur hans, Riccardo, sem situr við stjórnvölinn. Hjá honum starfar bara einn maður - hann sjálfur. Víngerðarstíllinn er í íhaldssamari kantinum og Riccardo notar hvorki skordýraeitur né tilbúinn áburð. Vínekrurnar snúa í Suðvestur og Suður og eru 450-500 metra yfir sjávarmáli. Vínviðurinn er 20-50 ára gamall.