Fara í efni

2021 I Fabbri Chianti Classico DOCG

frá I Fabbri
Upprunalegt verð 3.900 kr. - Upprunalegt verð 3.900 kr.
Upprunalegt verð
3.900 kr.
3.900 kr. - 3.900 kr.
Núverandi verð 3.900 kr.

100% Sangiovese. Vínviðurinn er í 550-650 metra hæð yfir sjávarmáli og hér er allt vottað lífrænt. Létt og fágað vín sem fær aldrei að sjá eik heldur liggur á steinsteyptum tönkum. Vottað lífrænt.

I Fabbri, stofnað 1620 í Lamole sem þekkt er fyrir ilmkennd og frekar ljós vín úr sendnum vínekrum sem standa í 550-650 metra hæð yfir sjávarmáli. Lamole, sem tilheyrir Greve in Chianti, er minnsta svæðið í Chianti Classico en gæti verið það áhugaverðasta. Hér örlar oft á kirsuberjum og hindberjum í bragði. Víngerðin er vottuð lífræn.

Vínræktin í Lamole fer oft fram á manngerðum pöllum sem eru búnir til með hlöðnum veggjum því hlíðarnar eru afar brattar. Þessir pallar eru margir margra alda gamlir. Susanna þekkir hverja einustu grein á hverjum einasta vínvið og lýsir því hvernig greinarnar segja sögu jarðvegsins. 

Vörutegund Rauðvín
Árgangur 2021 Styrkleiki 13.0%
Flokkur Chianti Classico Stærð 75 cl
Land Ítalía Hérað Chianti
Þrúga Sangiovese
Þorp Lamole
Afhending

Kostnaður við afhendingu pöntunar með Dropp fer eftir tegund afhendingar og heildarþyngd pöntunar.

Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta

Opnunartímar

Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík

Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.